Einbýlis- og raðhús

120m2 endaraðhús ásamt bílskúr að Klængsbúð 18 og 90m2 miðjuraðhús án bílskúrs að Klængsbúð 20 í  Þorlákshöfn.

Húsi afhendast tilbúin til innréttinga auk þess sem byggður verður sólpallur við húsið skv. teikningu og lóðin tyrfð.  

Húsið afhendist skv. neðangreindri lýsingu, með frávikum:
Að utan er húsið fullfrágengið á eftirfarandi hátt: Húsið er byggt úr timbri og klætt með hvítu, lituðu bárustáli. Vindskeiðar og gluggar verða máluð í steingráum lit.  Á þaki verður aluzink bára. Þakkantar verða frágengnir og lagt fyrir útiljósum. 2 útiljós verða þó fyrir framan anddyri. Þakrennur og rennuniðurföll verða frágengin. Útihurðar verða úr mahony og frágengnar. Gluggar verða úr furu og frágengnir og glerjaðir. Trésmiðja Heimis smíðar bæði glugga og hurðir. 
Sólpallar verða byggðir við húsið samkvæmt teikningu.   Allt tréverk verður fúavarið með fúavörn. Lóð verður tyrfð og bílaplan grófjafnað. Ruslaskýli úr timbri verða frágengin.

Að innan afhendist húsið á eftirfarandi hátt: Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Rafmagn verður fullfrágengið í töflu með tenglum og slökkvurum. Veggir verða klæddir 12mm nótuðum spónaplötum og loft klædd loftaþiljum. Allir milliveggir eru komnir. Veggir eru ómálaðir. Gólfplata verður flotdregin. Engar innihurðar eru komnar í húsið.

* Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald. 
* Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem innheimtist af Sveitarfélaginu Ölfus við lokaúttekt hússins. 

Verð: 

Endaraðhús kr. 29,9m

Miðjuraðhús kr. 25,2m

 

180,1m2 einbýlishús ásamt sambyggðum bílskúr sem staðsett verður að Básahrauni 41, Þorlákshöfn

Húsið verður afhent á byggingarstiginu "Tilbúið tilbúið undir innréttingar" skv. neðangreindri lýsingu:

Samkvæmt teikningu telur húsið:
* Forstofu. * 4 rúmgóð svefnherbergi. * Sjónvarpshol. * Rúmgóða stofu þaðan sem utangengt er í garðinn. *  Rúmgott eldhús. * Baðherbergi. * Þvottahús þaðan sem innangengt er í bílskúrinn. * Bílskúr * Geymslu í enda bílskúrs. 

Að utan er húsið fullfrágengið á eftirfarandi hátt: 
Klætt með lituðu bárustáli og bandsagaðri furuklæðningu á móti. Á þaki er aluzink bára. Þakkantar verða frágengnir. Þakrennur og rennuniðurföll verða frágengin. Útihurðar eru úr mahony og frágengnar. Gluggar eru úr furu og frágengnir og glerjaðir. Trésmiðja Heimis smíðaði bæði glugga og hurðir. Allt tréverk verður fúavarið með fúavörn, teg. rauðviður. Málmaksturshurð verður í bílskúrnum. Lóð verður tyrfð og bílaplan grófjafnað.

Að innan afhendist húsið á eftirfarandi hátt: 

Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Rafmagn verður fullfrágengið í töflu með tenglum og slökkvurum. Veggir og loft verða klædd 12mm nótuðum spónaplötum. Allir milliveggir eru komnir og er brunaveggur milli húss og bílskúrs. Veggir eru ómálaðir. Gólfplata verður flotdregin. Engar innihurðar eru komnar í húsið.

* Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
* Kaupandi greiðir skipulagsgjald (sem greiðist til sveitarfélagsins eftir að húsið hefur verið tekið út í lokaúttekt). 

Verð:  44,3m