Ferlið

Auk þess að geta sent inn fyrirspurnir á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   (eða smella á fyrirspurnarhnappinn hér hægra megin á síðunni) og fá sendan bækling, þá er Trésmiðja Heimis með mikinn fjölda húsa af ýmsum stærðum og gerðum - bæði fullbúin og eins á ýmsum byggingarstigum sem hægt er að fá að skoða.

 

Hægt er hafa samband við Heimi (sími:  892 3742) og getur hann sýnt fullbúin hús í sínu endanlega umhverfi. 

Verð

Þar sem að um sérsmíði er að ræða, sem og að húsin eru afhent á mismunandi byggingarstigum, að þá er sá háttur hafður á að viðskiptavinurinn gefur upp hvaða stærð húss hann hefur í huga og hvað það er sem að hann vill að sé innifalið í verði hússins.

Í framhaldi af því er viðkomandi gefið tilboð í slíkt hús með nákvæmnari sundurliðun á því sem að innifalið er í því verði og hvað ekki sem og afhendingartími hússins..

Ef áhugi er á að ganga til samninga er það næsta sem gert er að skrifað er undir bindandi verksamning um kaup og kjör.