Allur pakkinn

Trésmiðja Heimis býður upp á þjónustu sem nefnist

 "Allur pakkinn"

Þá er um að ræða að húsið er afhent fullbúin jafnt að innan sem utan, með öllum gólfefnum, sérsmíðuðum innréttingum, vönduðum heimilis- og hreinlætistækjum, steyptum grunn undir húsið sem og sólpöllum með skjólveggjum.  Einnig er útigeymsla við hlið húss sem byggð er eftir á. 

Trésmiðja Heimis getur séð um alla jarðvinnu, tengingu rotþrór og flutning á húsi.

Trésmiðja Heimis getur einnig útvegað sumarhúsalóðir  á frábærum stað þar sem er hitaveita, rafmagn og stutt í alla þjónustu s.s. sund, verslun og golfvöll.

Einnig er hægt að fá húsin afhent á því byggingarstigi sem hentar hverjum og einum. 

Trésmiðja Heimis á teikningar af ótal útfærslum af húsum sem að kaupendur geta nýtt sér en að auki erum við með á okkar vegum teiknara sem að getur teiknað draumahúsið þitt - alveg eftir þínum óskum.

 Allar teikningar eru inni í verði húsanna.   

Gestahús, pallar, skjólveggir og viðhald

Trésmiðja Heimis tekur að sér viðhald og breytingar á eldri sumarhúsum,  sem og að setja niður heita potta og smíða palla og skjólveggi.

 

Algengt er að með árunum vilji eigendur sumarhúsa stækka við sig og láta þá reisa smærri gestahús við hlið eldri hús.  Trésmiðja Heimis tekur að sér  smíði slíkra húsa.