Frístandandi leik- og grunnskólastofur

Frístandandi leik-og grunnskólastofur

Trésmiðja Heimis ehf. býður upp á hagkvæmar og fljótlegar lausnir á húsnæði fyrir leik og grunnskóla.

Húsin eru byggð við verkstæði, kláruð þar að utan sem innan, tilbúin til flutnings og tengingar við vatn, rafmagn og frárennsli.

Trésmiðja Heimis gerir grunninn undir húsin, er með milligöngu um flutning húsanna frá Þorlákshöfn á lóð og getur séð um allar endanlegar tengingar og frágang.

Hægt er að fá húsin í stærð sem hentar hverjum og einum og geta verið flutt hvert á land sem er. 

Húsin eru vönduð framleiðsla og uppfylla allar kröfur til starfsemi leik- og grunnskóla.

Hvert hús er hugsuð sem ein leik- og grunnskóladeild og möguleiki er á að tengja saman húsin eftir þörfum

Allar nánari upplýsingar má nálgast í síma 483-3693 og á netfangið tresmidjan@tresmidjan.is

Endilega kynnið ykkur málið !