Trésmiðja Heimis
Um vorið 1984 hóf Heimir Guðmundsson Byggingameistari sjálfstæðan atvinnurekstur og var hann með verkstæðið í kjallara íbúðarhúss síns í Þorlákshöfn. Í upphafi var aðeins einn starfsmaður með Heimi en smásaman urðu verkefnin stærri, hann fjölgaði mönnum og fór að taka nema á samning í húsasmíði. Alveg frá stofnun fyrirtækisins hefur Laufey Ásgeirsdóttir, eiginkona Heimis, unnið með honum í fyrirtækinu og gerir enn þann dag í dag.
Trésmiðja Heimis hefur alla tíð verið bæði í nýbyggingum og alhliða trésmíði en stærstu verkefni hennar hingað til eru; Íþróttahúsið í Þorlákshöfn, viðbygging við Grunnskólann í Þorlákshöfn, byggingar á íbúðar-, verslunar-, skrifstofu og iðnaðarhúsnæði á ýmsum stöðum í Þorlákshöfn, Reykjavík og víðar.
Frá árinu 1988 hafa hlutirnir æxlast þannig að æ meiri áhersla hefur verið lögð á smíði heilsárs- orlofshúsa sem bæði hafa verið vinsæl hjá einstaklingum sem starfsmannafélögum. Auk þessa hefur Trésmiðja Heimis byggt íbúðarhús sem að ætluð eru til flutnings hvert á land sem er.